mánudagur, desember 29, 2008

Ég var orðin heldur grönn þegar að vörninni kom en svo fór ég að slappa af og borða aftur, en ég hef hins vegar ekki verið nógu dugleg að fara í ræktina og hef því bætt á mig og það líkar mér ekki. Ég hef bara farið 3-4 sinnum í viku í ræktina, og stundum bara einn klukkutíma í senn, og það er ekki nóg. Ég þarf að fara 6 sinnum í viku til að vel sé og þá 1 1/2 til 2 1/2 í einu. Nú er komið að því að bæta úr þessu og í gær byrjaði ég að æfa almennilega aftur en það virðist ætla að verða einhver bið á minnkandi áti. Það voru að vísu afgangar í kvöldmatinn en það voru náttúrulega kjötafgangar, sósur, kartöflur, og allskonar gúmmulaði sem ekki er gott fyrir mig. Í staðinn fyrir að henda afgöngunum þá lék ég ruslatunnu!

Úfff, það verður átak að venja mig af kjöti og sætindum.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Ég held að ég myndi aldrei nenna að æfa ef það þyrfti að vera í svona langan tíma í senn... Mér finnst klukkutími fínn. En aðalatriðið er að finna það sem hentar manni sjálfum, bæði í tegund líkamsræktar og magni ;-)

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér finnst voðalega gaman að æfa mig. Mér líður svo vel þegar ég er búin en ég verð að passa mig á að æfa ekki of mikið því þá mótmælir líkaminn...og svo er ég víst ekki tvítug lengur og verð því að passa uppá meiðsl og svoleiðis leiðindi.