Útskriftin var í gær og það kom mér verulega á óvart hversu vel ég naut hennar og hvað ég varð eitthvað "tilfinningalega viðkvæm" þegar ég gekk inní salinn. Það var yndislegt að hafa alla grunn fjölskylduna saman, en það vantaði jú Adam og það var leiðinlegt en hann er í miðjum prófum og ef það er einhver sem skilur að nám komi fyrst þá er það ég.
Eftir útskrift fórum við öll á Ruth´s Chris Steakhouse og nutum góðs matar og hvers annars í hvívetna.
Ég átta mig á að vera búin einhverntíma seinna. Það er ekki komið ennþá.
5 ummæli:
Innilega til hamingju með árangurinn. Flott hjá þér, Dr. Katrín.
Takk fyrir, kærlega.
Innilega til hamingju Dr. Katrín.
Stjáni.
PS. Er búinn að flytja Árbæjarapótek um nokkur hús í norðvestur. Sveittur og sæll í dag.
Kærar þakkir.
Varstu að stækka við þig húsnæðið?
Já. Stækka, breyta og bæta.
Nýjalyktin er næstum yfirþyrmandi hér.
Stjáni
Skrifa ummæli