Ég þarf að breyta svolitlu í síðasta kaflanum, ég þarf að skýra vel út íslenskt menntalitet. Nefndin átti í hinum mestu erfiðleikum að skilja að það er ekki til neitt á Íslandi sem heitir ábyrgðarskilda með afleiðingum. Það eru afar fáir sem þurfa að taka afleiðingum gerða sinna, sérstakleg innan opinbera geirans. Þetta var gert í því samhengi að þótt svo skólar geri ekki sjálfsmat, jafnvel þótt það sé bundið í lög, þá eru engar afleiðingar, og það eru heldur engar afleiðingar að gera sjálfsmat annað en að þá fylgja þau lögum. Þetta á sumsé að vera bundið því að manni líður svo vel þegar maður gerir það sem á að gera, s.k. "intrinsic value." Ég sagði þeim að orðið "accountability" sé ekki til í íslensku máli. Það hefur verið þýtt sem ábyrgðarskilda en það nær ekki alveg yfir hugtakið.
Merkilegt fyrirbæri þetta Ísland.
6 ummæli:
Ertu búin?!
HJARTANLEGAR HAMINGJUÓSKIR! Kær kveðja frá Önnu í Noregi.
Takk kæra Anna.
Þetta hafðist...fyrir fimmtugt!
Elsku Kata. Innilega til hamingju með áfangann, þetta er frábært!
Þakka þér kærlega Guðný mín. Gangi þér vel í jólaösinni. Lýsingar þínar á ástandinu minna mig all verulega á jólaösina hjá pabba hér í den.
Gaman fyrir þig og þína, þá eykst víðsýni þín og viska, hamingjuóskir; stundum spáir Halur í það hvort menntun skipti einhverju á Klakanum,
Halur H.
Þakka þér Halur.
Ég efast reyndar um að þetta auki víðsýni mína því það eru þröngsýnar hefðir sem stjórna þessum skrifum. Ferlið gæti hafa aukið viskuna, en það efast ég reyndar um. ERGO: því í veröldinni var ég að leggja þetta á mig og mína?
Skrifa ummæli