En mig langar að taka þátt í þríþraut, aðallega vegna þess að mig vantar fjölbreytni í æfingarnar mínar og það hefur gengið eftir s.l. tvær vikurnar síðan ég ákvað að reyna að æfa þrjár greinar. Ég hef fengið smá spark í rassinn og það er svolítið gaman, ég neita því ekki. Nú hjóla ég tvisvar í viku, syndi tvisvar og hleyp tvisvar og svo geri ég allt mögulegt annað; jóga, pilates, lyftingar, teygjur, eliptical, o.s.frv. Það eina sem gæti komið í veg fyrir að mér takist þetta eru meiðsl og slit á líkamanum. Mjaðmirnar mínar eru ekkert skemmtilegar að glíma við og bakið mitt eins og þa er en ég ætla að reyna og ef þetta gengur ekki þá það, ég hef þá allavega reynt.
11. júlí er dagurinn sem ég stefni á.
3 ummæli:
Á þér sannast að keppnisskap hverfur aldrei. Það leggst bara í
dvala og dúkkar upp þegar minnst varir.. Farðu varlega Kata mín.
Stjáni
Ég set nú ekki markiðhærra en svo að ég ætla að klára innin settra tímamarka. Ég hef enga hugmynd um hversu lengi ég má vera að þessu en það kemur nú allt í ljós!
Stjáni, þú hljómar alveg eins og Halli: "Ég bið þig bara að fara varlega og ekki ofgera þér"
Hmmm, ætli þið þekkið mig vel báðir tveir?
Skrifa ummæli