Ég gerði fína ferð til Boston um helgina. Karólína stóð sig afar vel, sló engin met en ég hef ekki séð hana svona ánægða með árangur í frjálsum í ... líklegast fjögur ár og það er langur tími í lífi tvítugrar stelpu. Samvera með börnunum mínum gefur mér ótrúlega mikið og nú hef ég séð þau öll á örstuttum tíma og það er yndislegt. Halli er enn að sóla sig í Kaliforníunni, nei hann fer nú víst ekki mikið í sólina nema til að hlaupa úti við, en hann er allavega í suðurhluta álfunnar úti við sjóinn, en á fundi.
sunnudagur, mars 08, 2009
Ég hef smám saman minnkað lestur minn á bloggsíðum að undanförnu. Þetta er meðvitað gert því ég var búin að fá yfir mig nóg að lestri um efnahagshrunið á Íslandi og fann að þetta hafði slæm árhif á mig. Þetta voru samskonar áhrif og of mikið fréttahorf/hlustun eftir 11. september og mér fannst ég vera að drukkna og missa stjórn á eigin lífi. Ég er ekkert að stinga hausnum í sandinn og þykjast að allt sé í himna lagi, ég þarf bara ekki að vita hvert smátriði af því sem gerist og hver gerði hvað, hvenær, tapaði miklu eða stal. Það fer alveg botnlaust í taugarnar á mér að þessir gæjar stálu til hægri og vinstri og koma svo í fjölmiðla með reglulegu millibili og réttlæta allt saman með því að þetta hafi verið gert í nokkur ár og þess vegna er ekkert athugavert við meiriháttar þjófnað korteri fyrir fall. Bara vegna þess að þetta hafi verið gert í nokkur ár réttlætir sumsé að það hafi verið gert áfram...úff nú er ég komin í sama farið, búin að æsa mig upp og spæna mig uppí allrahanda rifrildi við ósýnilegt fólk. Þetta er mér ekki hollt, það er alveg á hreinu og þess vegna les ég bara nokkur blogg og oftar en ekki sleppi ég að lesa kommentakerfið því þar er oft mikill sóðaskapur í gangi og fólk lætur ótrúlegasta orðbragð flakka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að vel gekk hjá Karólínu.
Varðandi fréttirnar þá er það spurning um að halda geðheilsunni að fylgjast ekki með þessu argaþrasi öllu saman. Eintóm neikvæðni fer ekki vel með mann. Hefur ekkert að gera með að stinga höfðinu í sandinn, maður fær alveg með sér það mikilvægasta þó maður lepji ekki upp allar fréttir sem tengjast "ástandinu". Ég snarhætti t.d. að hlusta á útvarpsfréttir í bílnum á morgnana þegar allt fór um koll þarna í október.
Það er miklu skemmtilegra að lesa hugleiðingar um daginn og veginn, allt þetta smáa í lifi hverrar manneskju sem í heildina gerir okkur að alvöru manneskjum með sorgir og gleði, vandamál og sigra. Það væri t.d. voðalega gaman að lesa persónulegar vangaveltur Jóns Ásgeirs eða konu hans. Kannski ég myndi skilja þau betur ef ég sæi hvað er hversdagslegt fyrir þeim.
Skrifa ummæli