fimmtudagur, mars 05, 2009
Það er vor í lofti hjá mér. Hitinn fór í 6 stig í gær og það var sól og smá vindur og snjórinn bráðnaði hratt. Í dag á að vera ennþá hlýrra, en skýjað. Þetta þýðir að nú eru árstíðarnar farnar að berjast um yfirráðin. Vetur konungur er að missa völdin en heldur fast í sitt enda afar sterkur karlinn, ekki sterkari en sólin samt, hún vinnur að lokum. Hún er komin upp uppúr hálfsjö og sest ekki aftur fyrr en um sex leytið. Alveg að ná tólf tímunum á vorjafndægrum. Á sunnudaginn verður klukkunni breytt í "daylight savings time" en þá verð ég í Boston ásamt stelpunum mínum og Adam. Karólína er að keppa, ég kem frá Minnesota, Kristín og Adam frá New York, en Halli verður í Kaliforníu og Bjarni og Nicole verða kyrr í Minnesota. Karólína er tæpum 200 stigum frá Íslandsmetinu í fimmþraut innanhúss. Hún náði næst besta árangri íslenkrar konu um síðustu helgi en á ekki von á að ná Íslandsmetinu á laugardaginn. Hún segist ekki eiga nóg inni. Ég sem mamma með óbilandi trú á barninu mínu held að sjálfsögðu að henni takist það. Hún er í miðannarprófum þessa vikuna og þarf að skila allskonar verkefnum og sefur því minna en lítið og segist verða of þreytt til að gera góða hluti, en af því að ég er mamma hennar Karólínu þá segi ég að það er aldrei að vita
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Koma svo Karolína þú getur skalt og villt, áfram svo kv frá kalli sem þú þekkir ekki neitt en hafur trú á þér af því þú ert dóttir mömmu þinnar Hún sagði þetta alltaf Kv Stinni
Henni gekk vel en sló engin met, hvorki eigin né annarra. Takk fyrir hvatninguna, ég gargaði úr mér lifur og lungu eins og venjulega þegar stelpurnar mínar keppa. Kata
Skrifa ummæli