fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Í dag er Thanksgiving. Í fyrsta sinn er ekkert barnanna hjá okkur. Bjarni og Nicole eru hjá vinum sínum í Chicago og Kristín og Karólína eru saman í New York. Kristín þurfti að vinna og vegna þess að Adam fór heim þá hefði Kristín verið ein ef Karólína hefði ekki farið til hennar. Það gat litla systir ekki hugsað sér, og við ekki heldur, og því var ákveðið að Karólína væri hjá systur sinni og við hér heima. Við eigum ekki heimangengt vegna anna...er það ekki svona sem sagt er þegar fólk er upptekið. Við förum svo til vina okkar í kalkúninn í kvöld. Þetta er alltaf jafn notalegur dagur, engar gjafir, og ekkert tilstand annað en góður matur, bara samvera með vinum og vandamönnum. 

Engin ummæli: