miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Klukkan er rúmlega sex að morgni, Halli er löngu farinn í vinnuna og ég sit hér yfir Moggalestri dagsins. Úti er rétt um frostmark en þoka og hált á götum. Ég er á leið til Minneapolis í dag á fyrirlestur og fund með leiðbeinandanum mínum. Ef allt gengur upp þá verður þetta einn af okkar síðustu fundum fyrir vörn. Hún sendi mér reyndar tölvupóst í gær og vildi fresta fundi fram í næstu viku því hún hefur ekki litið á síðasta kaflann ennþá sem ég sendi henni í síðustu viku. Ég sagði henni að ég væri að fara á fyrirlestur og því yrði ég í bænum svo við sjáum til hvað setur. Vonandi er þetta ekki merki um að ég verði að fresta vörninni. Ég get ekki sent ritgerðina til nefndarinnar fyrr en Jean er búin að leggja blessun sína yfir hana og ritgerðina verða nefndarmenn að fá í hendurnar tveim vikum fyrir vörn. 

Lokaspretturinn.

Engin ummæli: