föstudagur, nóvember 28, 2008

Mikið voðalega var ég stolt af mági mínum í kvöld. Hann stóð sig eins og hetja í Útsvarinu. Ég átti alls ekki von á öðru því hann er vel lesinn og afskaplega minnugur svo ekki sé talað um fróðleiksfús. Svo komu leikhæfileikar hans mér á óvart. Hann hefur tekið þátt í starfi leikfélagsins í bænum í nokkur ár og leikið aðalhlutverk með meiru en ég hef aldrei séð hann á sviði...nema þessu á Lönguklöpp í sumar.

Engin ummæli: