sunnudagur, nóvember 30, 2008
Við vöknuðum við hríðarmuggu í morgun. Ósköp notalegt fyrsta sunnudag í aðventu. Morgunmatur með Mogga, kaffi og ristuðu brauði. Handþvoði svo ullarpeysur með Gunna Gunn og Des undir. Fyrstu jólalögin sem ég spila þetta árið. Það er vel við hæfi, þessi diskur er einn af mínum uppáhalds frá Íslandi. Ég er lítið gefin fyrir poppuð jól. Frekar vil ég norsk jólalög, t.d. Alf Prøysen, eða í raun alla vel flutta og óýkta jólatónlist.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli