þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Mikið óskaplega er ég heppin að vera gift mínum besta vini.

Ef hann læsi þetta þá myndi hann reyndar vera mér algerlega sammála en hann er nú svo voðalega varkár að hann samþykkti aldrei svona skrif. Hann segist náttúrulega alls ekki vera örlaga trúar en honum finnst nú samt að með því að segja svona upphátt þá sé hætta á að illa fari og að ég eyðileggi allt með því að segja og skrifa svona svo aðrir sjái.

Hvað um það, ég er samt afskaplega heppin að vera gift mínum besta vini.

3 ummæli:

ærir sagði...

þeir eru heppnir sem eiga Harald að vini. Komið þið heim til Íslands um hátíðirnar?

Katrin Frimannsdottir sagði...

Því er nú fj. ver að við komum ekki heim um hátíðarnar. Eftir að lesa lýsingu þína á aðventunni þá langaði mig óskaplega heim. Það var á áætlun að fylgjast vel með miðaverði og skipuleggja jólafrí stelpnanna með þetta að leiðarljósi en það bara gekk ekki upp. Það eru allir þvers og kruss og svo þegar við voum að ákveða þetta þá var miðaverðið hjá Icelandair yfir $1000 á mann. Við erum til í að borga þá upphæð á mann.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Þetta átti náttúrulega að vera að við erum EKKI til í að borga $1000 á mann.