mánudagur, nóvember 03, 2008

Kosningar á morgun, loksins, loksins. Þá hættir vonandi skítkastið. Tvennar kosningar hérna í Minnesota eru afar ljótar. Ekki um forsetann því Obama hefur mikið forskot. Ekki það að við séum laus við skítkast McCain, en það er allavega ekki eins yfirþyrmandi eins og mér skilst að það sé í, t.d. North-Carolina. Hér eru það kosningar fyrir US Senate sem eru ljót. Sérstaklega á milli Norm Coleman og Al Franken. Coleman hefur notað allar þær ljóstustu aðferðir sem til eru í bókinni. Hin kosningin er á milli Michelle Bachman og Al Tinklenberg. Bachman er bókstafstrúar áhangandi Bush númer eitt (Coleman er númer tvö) hefur verið svo arfaléleg í kosningabaráttunni að það hefur verið allt að því pínlegt að fylgjast með henni. Hún hélt því fram að fall peningamarkaða væri vegna of mikils eftirlits og of þröngrar löggjafar. Jamm, enda hlógu allir sem á horfðu. Hún hélt því líka fram að Obama væri "anti-american" og það ætti í raun að fara fram rannsókn á því hverjir þingmanna væru "anti-american" því það væri til skammar að hafa þingmenn sem væru "anti-american" skv. hennar skilgreiningu. McCarthy-ismi endufæddur. Það á sumsé að koma upp svörtum lista yfir þá sem eru óvinir ríkisins. 

Þetta skítkast endurspeglar náttúrulega það fyrirbæri að þeir sem eiga undir högg að sækja nota öll brögð til að ná sér upp, ljót sem önnur. Lygar og hálfur sannleikur og allt sem þeim fylgir. 

Engin ummæli: