miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Nú byrjar nýr kafli í sögu þessa ágæta lands sem við búum í. Allir sem ég hef talað við í morgun voru enn með gæsahúð af gleði yfir sigri Obama. Ein af bestu vinkonum Karólínu er svört og mamma hennar hágrét í allt gærkvöld. Kristín sagði mér af fólksmergð í New York borg sem hrópaði og kallaði af gleði. Fjöldinn allur með streymandi tár niður vangana. Þetta breytir öllu hér í landinu og verður vonandi til þess að svartir sem og aðrir minnihlutahópar fái það sjálfstraust og sjálfsvirðingu sem þarf til að ná árangri.  

Engin ummæli: