miðvikudagur, nóvember 19, 2008
Ég er að drukkna í vinnu þessa dagana. Ekki bara að ég sé að klára síðustu innansleikjurnar í ritgerðinni heldur er ég með tvö verkefni í gangi á Mayo. Verkefnin áttu ekki að byrja fyrr en í næstu viku en vegna skipulagsvandræða þá byrjaði ég á mánudaginn og nú vinn ég 8 tíma á dag niður á Clinic og svo tekur vinna við hérna heima fram á nótt. Mikið voðalega verður gott að hoppa uppí flugvél annað kvöld á leið í helgarferð í New York. Það lítur reyndar út fyrir að ég verði mikið að vinna þar, þökk sé tölvu- og netöld. Það er hvergi friður nú orðið, alveg sama hvar maður er niður kominn það er alls staðar hægt að vinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli