Ég komst á flugvöllin, nokkurnveginn á réttum tíma, því ekki missti ég af vélinni, en mikið hefði ég gefið fyrir að vita fyrir fram að hálftíma seinkun yrði því þá hefði ég getað hagað síðustu mínútunum aðeins öðruvísi. En það vissi ég ekki og náði næstum því að draga andann djúpt á flugvellinum. Til New York var ég komin um klukkan eitt um nóttina, og þegar ég reyndi að sofna þá var ég nálægt því að fá taugaáfall, ég nötraði öll og skalf af taugatitringi.
Í gær var samt hálfgerður dekurdagur hér í NYC. Ég labbaði um borgina í fjóra tíma á leið minni til og frá vinnustaðnum hennar Kristínar og að hitta Halla á milli fyrirlestra hjá honum. Á Equinox, vinnustaðnum hennar Kirstínar, fór ég svo og æfði í einn tíma áður en ég fór í nudd. En hún Kristín mín, þessi elska hafði pantað tíma fyrir mömmu gömlu hjá nuddara. Akkúrat það sem ég þurfti. Þetta var ótrúlega góður nuddari og ég meira að segja náði að slappa af, nokkuð sem ég hélt að myndi ekki takast fyrr en undir jól. Við enduðum svo daginn á Haru, dásamlegum sushi stað.
Í dag er hrikalega kalt, 5 stiga frost og vindur, og því verðum við eins lítið utandyra eins og hægt er. Sem er samt mikið því við göngum allt sem við þurfum og viljum komast.
2 ummæli:
250 bls. það er býsn.
NY hljómar vel. Bið að heilsa í bæinn.
kv
250 bls. er eiginlega allt of mikið, en svona eru qualitatífar rannsóknir því miður oft og tíðum. Þær byggjast jú upp á orðum og gerðum og verða því oft ógnar langar.
Skrifa ummæli