þriðjudagur, apríl 28, 2009

Þetta fann ég á you tube um Carlota

Carlota veitingastaðurinn


Við erum komin heim algerlega ósködduð eftir fína ferð til Brasilíu. Ekki komumst við til Rio í þessari ferð en eihverntíma fer ég þangað. Braislíumenn segja að fólk fari til Sao Paulo til að sinna viðskiptum en til Rio De Janeiro til að skemmta sér og ég get alveg tekið undir það að Sao Paulo er ekki skemmtiborg. Flestir Brasilíumenn sem við töluðum við spurðu hvort við ætluðum ekki örugglega að fara til Rio því þangað væri virkilega gaman að koma. Halla var svo boðið að koma að halda fyrirlestur í norð-austur Brasilíu í september og hann þáði það og því förum við væntanlega til Maceió í haust. Við sjáum svo til hvernig haustið púslast saman hversu miklum tíma við getum eytt í ferðina.

Síðasta kvöldið fórum við á æðislegan veitingastað Carlota sem brasilískur vinur okkar bauð okkur á. Maturinn var himneskur og staðurinn lítill og hlýlegur. Algerlega punkturinn yfir i-ið í ferðinni. Carla hefur gefið út matreiðslubækur en mér hefur ekki tekist að finna þær á ensku en ég ætla að halda áfram að leita. Eftirréttirnir eru bara "out of this world" og mig langar mikið að prófa eitthvað af þeim. Sérstaklega "Guava Suffle", oh my, oh my.

laugardagur, apríl 25, 2009

Þá er komið að síðasta deginum okkar hérna í Sao Paulo í Brasilíu. Það er afar margt sem komið hefur okkur á óvart hérna, ekki hvað síst hvað þjóðin er afskaplega blönduð. Hér er fólk af öllum kynþáttum og enginn einn virðist vera fjölmennari en annar. Við áttum vona á blöndun svona rétt eins og við höfum séð í Mexikó en hér er mun meiri blöndun en þar. Það skýrist af m.a. því að þegar Portúgalir réðust hingað inn þá drápu þeir nánast alla Indíánana og það eru því mjög fáir af upprunalegum kynstofni landsins. Hingað flutti svo fólk frá ölum heiminum og hér eru því flestir Japanir utan Japan, flestir Þjóðverjar utan Þýskalands, flestir Portúgalir utan Portúgal og svona mætti lengi telja. Það er því mjög lítið kynþáttahatur en aftur á móti er mikill munur á ríkum og fátækum og þar liggur aðal munurinn. Fólk af lágum stigum á sér ekki viðreisnar von en það er ekki byggt á húðlit eins og svo víða annarsstaðar.

Við höfum gengið þó nokkuð um borgina en við þar sem lítið sem ekkert er að sjá hérna í kringum hótelið þá höfum við tekið leigubíla þangað sem við viljum fara og gengið svo þar. Við fórum t.d. í gamla miðbæinn og svo gengum við eftir Paulista Ave. í gær og í hverfið allt þar í kring og það var afar gaman. Við fórum á kaffihús, listasafn, gallerí og veitingahús en þar sem við tölum ekki portúgölsku þá er þetta dulítið vandamál því mjög fáir tala ensku hér um slóðir en einhvernveginn gengur þetta samt.

Við fórum á listasýningu í gær með verkum eftir Vik Muniz og það var mjög skemmtilegt. Hvorugt okkar þekkti til hans fyrir sýninguna en þetta var áhugaverð sýning. Medusa Marinara fannst mér yndisleg svo og er þessi ekki slæm (Það er víst ekki beinn linkur á myndina en hún er í Pictures of Garbage seríunni og heitir Atlas). Svo fórum við í gallerí Romero Britto en hann er poplistamður sem býr í Miami Beach. Áhugavert en ekki mín deild í líst.

Í dag erum við svona ekki alveg búin að ákveða dagskrána en Brasilískt steikarhús er á dagskrá í kvöld. Og svo heim á morgun, 18 tíma ferð þar af 9 tíma flug frá Sao Paulo til Miami.

mánudagur, apríl 20, 2009

ACC í Miami 2009


ACC í Miami 2009
Originally uploaded by Kata hugsar
Þessi mynd gæti heitið "The story of ACC in Miami" það vantar bara mynd af hækjunum sem aldrei voru langt undan.
Ég er komin heim frá Miami. Karólínu gekk ekki vel. Fyrsta greinin í sjöþrautinni er 100m grind. Hún komst yfir tvær grindur og sleit þá endanlega plantar fascia. Hún engdist af sársauka blessunin og því var keppnistímabilið búið hjá henni. Hún fer væntanlega í MRI í dag til að sjá hvort þetta er alveg slitið eða hvort eitthvað er eftir.


Þegar ég var í ræktinni í gær þá horfði ég m.a. á fréttir og þá kom þessi frétt Ég er svo sem ekki mikið gefin fyrir að vinna á stöðum þar sem eingöngu eru konur og er ég algerlega sammála Höllu Tómasdóttur að kynblandaðir vinnustaðir eru betri en "einkynja" vinnustaðir.

fimmtudagur, apríl 16, 2009

Ég fór í ræktina hérna á hótelinu í Miami í morgun og æfði í tæpa tvo tíma. Svo fór ég á sundlaugarbarm og ætlaði að vera þar þangað til ég fer til University of Miami að horfa á örverpið mitt en ég entist ekki nema í rúman hálftíma. Það er ekkert heitt hérna, sem betur fer. Það var víst 35 gráður fyrr í vikunni en nú er "bara" 24 stiga hiti og á að fara í 27 seinna í dag en líkaminn minn er ennþá í apríl skapi og ég svitnaði hrikalega við að liggja grafkyrr í sólinni. Eftir svitabað morgunleikfiminnar þá var mér ekki setunnar boðið og dreif mig inn því ég ætla ekki að láta líða yfir mig seinna í dag. Það yrði ekki lítið neyðarlegt.

Ég sit því inni á loftkældu herberginu mínu smá stund áður en ég dríf mig af stað á íþróttavöllinn.

þriðjudagur, apríl 14, 2009

Kristín sendi mér djúserinn hennar í síðustu viku og nú bý ég til ferskan djús öllum stundum. Halli var nú hálf skeptískur á þetta uppátæki eiginkonunnar því ég hótaði honum því að það yrði djús í matinn marga daga vikunnar í sumar en honum finnst það sem ég hef gert hingað til alveg afbragsgott. Ég keypti litla bók með uppskriftum og hana las ég til þess að fá hugmyndir en ég hef nú aðallega verið í tilraunastarfsemi. Hádegismaturinn í dag var heimagerður djús sem í voru epli, appelsína, mango, sítróna, gulrót og vínber borið fram á klaka og þetta var nú með allra bestu hádegisverðum. 

Nú er vorið komið með dásamlegu blíðuveðri og því verður heimagerður djús drykkur vorsins hér á bæ.

Annars fer ég til Miami í fyrramálið að horfa á Karólínu keppa í ACC. Ég býst við litlu því hún hefur verið meidd en það er aldrei hægt að afskrifa hana blessaða.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Við höfum tvö norsk ungmenni í heimsókn. Hann er náskyldur Halla, mamma hans og Halli eru systra börn, og svo er vinkona hans með í ferð. Í dag fórum við í Amish byggðir. Venjulega á þessum ferðum mínum þarna niðureftir er margt að sjá þar sem Amish fólkið er úti við að vinna og sinna sínum daglegu störfum, en í dag brá svo við að það voru afar fáir á ferli. Hver ástæðan er veit ég ekki, ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort þau halda uppá páska eða hvort þetta var bara svona tilfallandi í dag. En allavegana þá var ekki margt að sjá. 

Hér er frekar kalt í veðri en glaða sólskin og því bjart og fallegt. Um hádaginn er svona 8-10 stiga hiti en vindurinn er kaldur en eitthvað dulítið ætlar hann að hlýna næstu dagana, svona kannski að 15 stigum. Vorið er komið, það er bara frekar kalt ennþá. 

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Þá er að búa sig undir North-Carolina ferð á morgun. Það er nú svei mér gott að við verðum hjá Karólínu minni um helgina því lánið hefur ekki leikið við hana að undanförnu. Í síðustu viku kom í ljós að hægri sköflungurinn á henni var rétt við það að brotna undan álagi, hann er "bara" bólginn og helaumur og hún hefur gengið um í spelku síðan. Í gær þegar hún var að hlaupa 800m slitnaði svo hluti af "plantar fascia" á vinstri fæti og á hún all verulega erfitt með að stíga í fótinn og þar með eru báðir fætur úr kommisjón. Blessuð kellingin það á ekki af henni að ganga. Inni seasonin gekk svo óskaplega vel og útivertíðin leit afar vel út í síðustu viku og svo kom allt þetta. Ég spurði hana hvort hún hefði velt fyrir sér að hætta í fjölþrautinni og einbeita sér að tveimur greinum, en í nei, hún hélt nú ekki. Þetta myndi lagast.