þriðjudagur, október 20, 2009

Ég þarf að vera betri í að lifa í núinu. Ég er alltaf að hugsa um það sem ég ætla að gera, ætti að gera, vildi gera eða þyrfti að gera. Fyrir vikið þá gleymi ég núinu og nýt þess alltof sjaldan.

Ég er að reyna að minna sjálfa mig á að njóta fegurðarinnar í náttúrunni þessa daga. Skærir og fallegir haustlitir hvert sem litið er, loftið tært og haustilmur í lofti.

Uppáhaldstími ársins.

Undurfallegt úti.

Yndislegt.