þriðjudagur, október 20, 2009

Ég þarf að vera betri í að lifa í núinu. Ég er alltaf að hugsa um það sem ég ætla að gera, ætti að gera, vildi gera eða þyrfti að gera. Fyrir vikið þá gleymi ég núinu og nýt þess alltof sjaldan.

Ég er að reyna að minna sjálfa mig á að njóta fegurðarinnar í náttúrunni þessa daga. Skærir og fallegir haustlitir hvert sem litið er, loftið tært og haustilmur í lofti.

Uppáhaldstími ársins.

Undurfallegt úti.

Yndislegt.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Ég held að flestir þurfi að æfa sig í að lifa í núinu. Það er svo auðvelt að hugsa meira um fortíð og framtíð en nútíð. Maður gleymir oft að stoppa og njóta.

Gudrún Hauksdóttir sagði...

Sæl Kata.
Ég er ad velta fyrir mér hvort tú sér tvíburasystir kalla .Og hvort tid ólust ekki upp á Hlídarvegi í Kópavogi í nokkur ár sem lítlir krakkar?
Ef svo er tá heiti ég Gurra (Gudrún Hauksdóttir)
Systir Sifjar og Steingerdar á 55.
Langadi bara ad tá ad kasta á tig kvedju:)