föstudagur, september 25, 2009

Loksins, loksins er farið að rigna. Hér hefur verið óskapleg þurrt og það kom ekki dropi úr lofti í nærri fimm vikur og á þessum tíma var heitt og þurrt loft yfir okkur. Það er slæmt fyrir gróðurinn að vera í stress þurrki þegar veturinn skellur á. Það er reyndar ekkert sem bendir til þess að vetur kallinn sé á næsta leiti en það smá kólnar. Það fer kannski niður fyrir 20 stigin í næstu viku, líklegast 1. október, og er það nú bara eins og búast má við.

Mér líkar vel í vinnunni. Ég er svona smám saman að komast inní verkefnin mín og deildina. Ég er að rannsaka sjúklinga sem velja að láta gera á sér gena greiningu. Af hverju þeir ákveða þetta, hvernig þeim líður á meðan beðið er eftir niðurstöðunum, hvernig þeir taka niðurstöðunum og svo hvað þeir gera við niðurstöðurnar. Mjög áhugavert verkefni.

Engin ummæli: