mánudagur, september 14, 2009

Jæja, þá ætla ég að byrja að blogga aftur. Smá pása er ágæt, svona í hófi. Það er allt gott að frétta héðan af vesturvígstöðvunum, börnin komin í skóla og vinnu og við gömlu enn og aftur orðin ein í kotinu. Helginni eyddum við í Madison Wisconsin að horfa á Ironman og mikið óskaplega var það skemmtilegt. Ég er nú eiginleg bara orðlaus yfir fólki sem leggur þetta á sig. Gamall vinur og æskufélagi Halla úr Borgarnesi tók þátt og stóð sig frábærlega. Hann synti í 75 mínútur, hjólaði í sex og hálfan tíma og hljóp svo maraþon í lokin á fjórum og hálfum tíma. Með öllu þá voru þetta rúmir 12 tímar. Geri aðrir betur, hann sem vinnur langt fram eftir öll kvöld og æfir þegar hann getur en ekki þegar hann þarf.

Ég er að vonast til að byrja í nýrri vinnu á miðvikudaginn. Ég er að flytja mig til innan Mayo og er að fara að vinna á Bioethics deildinni við rannsóknir. Ekki endilega það sem mig langar til að gera, mér finnast úttektir miklu skemmtilegri en rannóknir, en ég tek þessu með þökkum því það er sko ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að atvinnumöguleikum þessa dagana. í Bioethics bíða mín nokkrar rannsóknir, sú fyrsta er um predictive genomics, þ.e. af hverju fólk velur að fá genaupplýsingar og hvað fólk gerir svo við upplýsingarnar þegar þær eru komnar. Önnur rannsókn er um death and dying og almenna umræðu og ráðgjöf þar um. Ég er að bíða eftir að pappírarnir gangi í gegn á Mayo og vonandi byrja ég sem allra fyrst. Halli er að fara til Póllands á morgun og þaðan beint til Brasilíu og ég verð vitlaus ef ég byrja ekki að vinna í þessari viku.

1 ummæli:

Kristin sagði...

gaman að þú sért að skrifa aftur.

góða nótt,
þín Kristín