Af hverju þarf fólk að slá lóðina sína undir miðnætti? Ég var að hafa mig til fyrir svefninn í gærkveldi um ellefu leytið þegar nágranninn byrjaði að slá. Ég var ekki alveg viss um í hvaða húsi þetta væri þangað til hann kom á okkar hlið og þá fór ekkert á milli mála hver var að slá, þetta hljómaði svo ágætlega rétt við eyrun á mér. Sem betur fer er grasbleðillinn ekki stór hjá þeim en þetta tók góðar 45 mínútur. Ég var að velta fyrir mér að skrifa í Moggann, þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist, og vera "húsmóðir í vesturbænum" en nú hef ég róast og er ekki reið lengur. En mikið dómadags sem þetta getur verið pirrandi.
Nú er besta vinkona Karólínu komin í heimsókn og verður hjá okkur í rúma viku. Halli kemur svo í fyrramálið og þá verður aftur hamagangur á Hóli. Ég hlakka mikið til morgundagsins, ekki bara af því að þá kemur Halli heldur líka því að þá förum við í brúðkaup í Skálholti en þangað hef ég aldrei komið. Það er spáð rjómablíðu svo þetta verður í alla staði skemmtilegt. Svo á að halda norður á bóginn aftur.
föstudagur, ágúst 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæl Kata mín,
hvernig er þetta eiginlega með þig? Ekkert blogg svo vikum skiptir... þú mátt nú ekki bregðast aðdáendum þínum svona ;O)
Skrifa ummæli