Svona á veðrið að vera fram eftir vikunni en svo koma skörp kuldaskil í miðri viku og kannski snjóar á fimmtudaginn.
Annika litla var hjá okkur í nótt því mamma hennar og pabbi fóru á tónleika í Minneapolis. Það er svo gaman að hafa svona lítið stýri í heimsókn. Hún er geðgóð og ljúf í umgengni og hún lyftir upp lífinu hérna hjá okkur. Hún var hérna fram eftir morgni þegar Halli fór að fljúga og við vorum hér í góðu yfirlæti. Nú er læknisvottorðið hans Halla loksins komið í gengum kerfið hjá FAA og hann fer að fljúga aleinn í næstu viku.
Lífið mjakast því áfram sinn vanagang með smá skrefum framávið.
Fimm vikur í vörn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli