Það er hitakafli í veðrinu. Í gær var 20 stiga hiti og í dag á að verða 17 stig og það sama um helgina. Svo á víst að kólna og ekkert um það að segja annað en að svona eru víst áhrif gangs jarðar um sólu.
föstudagur, október 31, 2008
Halloween í dag. Það er af sem áður var þegar þetta var uppáhalds dagur barnanna minna. Þá var allt undirlagt í nokkrar vikur því undirbúningurinn var skemmtilegastur af öllu. Ég saumaði alla búninga og það var mikið sport að ákveða hvað átti að vera, finna efni sem pössuðu, skó, hárkollur eða hvað annað sem þurfti. Þegar við áttum heima í Minneapolis þá fengum við tugi barna í heimsókn en núna fáum við bara örfá því við búum í hverfi þar sem hver lóð er hálfur til einn hektari og því langt á milli húsa. Það er því ekki mjög mikill afrakstur af mikilli göngu. Enda fór Karólína í annað hverfi fyrstu árin því það er mun gjöfulla að ganga um með nammipokann þar sem húsin standa kinn við kinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli