föstudagur, október 10, 2008
Ég var að lesa grein á visir.is um afstöðu Geirs Haarde til IMF. Ég var að skýra ástand mála út fyrir Karólínu í gær og minnstist á aðkomu IMF og hún saup kveljur. Hún er í námi í alþjóðaviðskiptum og hefur lesið og skrifað þó nokkuð um IMF og er ekki hrifin af sögu þeirra og hvernig þeir hafa komið fram við þau lönd þar sem þeir hafa tekið yfir. Þetta á sérstaklega við um S-Ameríku enda eru engin fordæmi fyrir því að þeir komi að hagkerfi sjálfstæðs ríkis á vesturlöndum. Mér þóttu viðbrögð dóttur minnar lýsandi, því eins og húns sagði "litla Íslandið mitt má ekki verða IMF að bráð."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli