föstudagur, október 10, 2008

Ég fer til New York í kvöld á fund við dætur mínar. Það verður svo gott, aðallega að komast í burtu frá skrifstofunni minni. Annars ganga skrif þokkalega. Ég er búin að "skrifa" alla ritgerðina en ég er að breyta og vonandi bæta þetta. Ég er ósátt við uppbygginguna á loka niðurstöðunum, argumentið er of veikt eins og það er og heilinn á mér var í hnút fyrri hluta dagsins í gær en svo raknaði eitthvað úr. Ekki nóg samt því ég er enn ósátt. Ég vil ekki enda ritgerðina á veikum nótum. Ég er að hugsa um að byrja að setja saman power point kynninguna. Það hefur svo oft hjálpað mér að komast að kjarna málsins svo ég er að hugsa um að nota þá aðferð sem gefist hefur vel þegar ég hef verið að kynna niðurstöður úr verkefnum. Þetta er mun stærra en öll önnur verkefni sem ég hef gert, og hérna þarf ég jú að tengja allt saman við literatúrinn í lokin svo þetta er annars eðlis. 

Engin ummæli: