Undarleg staða að geta ekki notað kort árið 2008. Það er ekki svo langt síðan verið var að ræða hvenær peningar yrðu sjaldséðir. Núna eru þeir það eina sem nothæft er í viðskipum. Beinharðir og gamaldags peningar.
föstudagur, október 17, 2008
Systir mín og systurdóttir eru hjá okkur í heimsókn þessa vikuna. Þær ákváðu þessa ferð fyrir nærri ári síðan og hafa skipulagt öll frí samkvæmt því. Þær ákváðu að skella sér þrátt fyrir kreppuna. Þær fóru í bankann áður en þær lögðu í hann og hvor um sig fékk heila $220. Það dugir nú skammt. Kunningi þeirra fór svo í bankann og hann fékk $1000 fyrir þær. Hann fékk svona mikið v.þ.a. hann þekkti fólkið í bankanum. Þetta fer að hljóma eins og í kringum 1975 þegar gjaldeyrir var skammtaður en ef maður var svo heppinn að þekkja mann sem þekkti annan þá fékk maður gjaldeyri á svörtum. Svo var líka gott að fara að tala við Skúla í bankanum vegna þess að hann var að byrja með lítið fyrirtæki sem leigði bíla og margir viðskiptavinanna voru útlendingar og hann átti oft dollara. Ótrúlegt að vera að ganga í gegnum þetta aftur. Þær þora náttúrulega ekki fyrir sitt litla líf að nota kreditkort því það er ekki á vísan að róa með stöðu gjaldeyris hjá þeim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Minnisleysi er algengara en sumir vilja vera láta; allt hefur áður gerst, ekkert er nýlunda. Einn versti frasinn sem glymur í eyrum er "að læra af reynslunni" (það gera nu fáir í raun)!
Halur H.
O já, sólin kemur líka upp á morgun rétt eins og í gær og í fyrradag.
Skrifa ummæli