mánudagur, október 20, 2008

Gömul vinkona frá Íslandi kom í heimsókn um helgina. Hún var á leið til Las Vegas á ráðstefnu og hafði, mér til mikillar gleði, samband fyrir nokkrum vikum og ákvað að eyða einum sólarhring með okkur. Það var svo gaman og mér þótti óskaplega vænt um það. Helgin var afskaplega falleg, sól og blíða og haustlitir allsstaðar. Hitinn um 15 stig og mikil dómadags haust blíða. Bjarni og Nicole komu niðureftir í gær og eyddu með okkur deginum. Við elduðum saman, þ.e. Bjarni eldaði og ég horfði að mestu á, svínarif a la Bjarni með hvítlaukskartöflumús og salati...það verður nú að hafa smá heilsusamlegt með, og íslenskt Nóa konfekt í eftirrétt. Rifin voru sett í pott og svo potturinn í ofn í fjóra klukkutíma, þá voru þau marineruð í tvo tíma og svo grilluð með BBQ sósu sem hann breytti og bætti smá. Svona verða rifin svo meyr að þau detta af beinunum en halda bragðinu. 

Hin allra besta helgi með gönguferðum, góðum mat, fjölskyldu og vinum.

Engin ummæli: