sunnudagur, október 05, 2008
Ég er ein í kotinu, kall minn er á Spáni að kenna alla vikuna. Ég fer svo til New York til Kristínar og Adam á föstudaginn og svo kemur Karólína þangað á laugardagsmorguninn og við ætlum að njóta lífsins í stórborginni yfir helgina. Okkur finnst ekkert leiðinlegt að vera saman mæðgunum og Adam verður að þola okkur þessa helgina. Við ætlum að búa hjá Kristínu og Adam á öllum 40 fermetrunum, svo það er eins gott að okkur komi öllum vel saman. Hann verður bara að þola það að vera eini karlmaðurinn. Ég á alls ekki von á að þetta verði vandamál, hann er fádæma ljúflingur í umgengni og á mjög auðvelt með að fljóta með og er ekki upptekinn af því að þurfa að stjórna eða vera með í ráðum. Hmm, kannski eins gott, við mæðgurnar sjáum ágætlega um þá deildina. Kristín verður við stjórnvölinn, ég geri bara eins og mér verður sagt, verð voða hlýðin, hljóð og eftirlát.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli