þriðjudagur, október 07, 2008
Ég var að hlusta á Minnesota Public Radio áðan á ferð minni um bæinn. Besta útvarpsstöð sem til er. Í fréttunum var verið að tala um Mall of America og góðu áhrifin sem sem lár dollar hefur haft á verslun þar. Útlendingarnir þyrpast í megamollið. Hæstu tekjurnar koma frá Kanadamönnum. Þær næst hæstu frá Bretlandi. Þær þriðju hæstu frá ... stórasta Íslandi. Það er margur landinn sem hefur sleppt sér í MoA, en að 300000 manna samfélag geti haft meiriháttar áhrif á tekjur megamolls í Ameríku er með ólíkindum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli