miðvikudagur, október 29, 2008

Ég kíki á hverjum degi á beina útsendingu frá Akureyri. Ein heimasíðan er frá Fjallinu mínu. Þar eru fjórar vélar....það lítur mjög vel út, mig langar á skíði!  Ein myndavél er í gamla barnaskólanum og vísar hún að öllu jöfnu til norð-austurs. Um helgina hefur einhver annað hvort rekið sig í vélina eða þá að einhverjum hefur fundist sjónarhornið ekki nógu gott því nú vísar vélin beint niður í Gilið og á Myndlistaskólann. Mér er svo sem slétt sama hvort sjónarhornið er, ég fylgist aðallega með veðrinu, en fyrst þeir eru að færa vélina til, hvernig væri þá að vísa henni aðeins meira til austurs og yfir í Heiði svo ég sjái í Lönguklöpp? 

Engin ummæli: