miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Áfram er ógnarkuldi og ég ligg í lungnabólgu. Kuldinn í New York var ekki svo hollur fyrir flensuna sem ég var með í síðustu viku. Ég fann ískaldann og rakan New York vindinn og 5 stiga frostið langt ofaní lungu og varð á orði þegar við vorum að þramma uppí vindinn að ég myndi enda á spítala með lungnabólgu. Það var sagt í hálfkæringi en á mánudagsmorguninn staðfesti læknirinn að ég væri með bullandi lungnabólgu. Ég hef haldið mig inni þessa vikuna enda ekki haft orku til að fara eða gera nokkurn skapaðan hlut. Var eiginlega útúr heiminum á mánudaginn, aðeins skárri í gær og mun skárri í dag en enn með hitavellu. Við erum að fara til Phoenix á föstudaginn, og sem betur fer í hita. Ég hefði haldið mig heimavið ef þetta hefði verið ferð á kaldari slóðir en ég held að hlýja loftið í eyðimörkinni geri mér gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli