mánudagur, febrúar 05, 2007

Það er nú meira hvað gengur á hér um slóðir. Það bættist nýr Íslendingur í hópinn á miðvikudaginn. Hann Haraldur Tómas ákvað að það væri ekkert varið í að koma með hausinn fyrst inní þennan heim og fékk sér göngutúr í maga móður sinnar á föstudeginum og á miðvikudaginn ætlaði hann að koma sér út með rassin á undan en þá tóku læknarnir við og ákáðu að þar sem annar fóturinn var að flækjast fyrir þá væri best að skera og koma honum í heiminn með hjálp læknisfræðinnar. Jóhannes bróðir hans var hérna hjá okkur um nóttina og kíkti svo á litla bróður og mömmu á fimmtudaginn. Þann dag fórum við hjónin svo til New York til að horfa á Karólínu keppa og að sjá Kristínu. Það var góð ferð en alveg hrikalega kalt. Hitastigið ekki eins lágt og hér en þeim mun meiri vindur. Þegar við komum svo heim í gærkveldi þá var 24 stiga frost hér og í morgun var 31 stigs frost. Kalt, hvernig sem á það er litið; vindur ekki vindur, raki ekki raki, snjór ekki snjór. 31 stigs frost er bara kalt!

Engin ummæli: