sunnudagur, júní 08, 2008

Adam byrjaði að ganga í gær og fer heim á morgun. Hann gengur svona 10-20 mínútur í einu, getur setið í stól í hálftíma en þreytist fljótt. Hann er rétt að byrja að borða svo allt lítur þetta ótrúlega vel út. Ég skil ekki ennþá hvernig mænan komst útúr þessu ósködduð og hversu hratt batinn gerist. Sumarið verður náttúrulega undirlagt af sjúkraþjálfun og hann þarf þolinmæði í stórum skömmtum en þetta lítur ótrúlega vel út. Vonandi rætast allar vonir og hann verður orðinn eins og nýr þegar skólinn byrjar hjá honum í haust.

Engin ummæli: