þriðjudagur, júní 24, 2008

Ég er að vinna við verkefni hjá Mayo Clinic sem fjallar um fjölmenningu. Eins og venjulega nota ég eingöngu qualitativar aðferðir og í þetta skiptið eingöngu einstaklings viðtöl. Ég tala við 30 MD´s, PhD´s, og fólk í stjórnun. Ég átti ekki vona á miklu, ég hélt að þetta yrði ekki mjög spennandi en annað hefur komið á daginn. Ég tala við óskaplega skynsamt og rökfast fólk sem hugsað hefur þetta til enda. Það verður flókið að greina viðtölin vegna þess að ég verð að forðast alhæfingar eins og heitan eldinn því þetta er einstaklingsbundið og að auki eru vandamálin tengd einstaklingum sem ekki eru gott fólk og því er minnihluta status kannski ekki það sem málið snýst um heldur snýst þetta um gæði og vinsamlegheit þess sem andstyggilegur er. Ég fer um viðan völl í umræðunni um fjölmenningu og hvaða áhrif hún hefur á stofnun eins og Mayo Clinic sem byggir allar rannsóknir á mismunandi nálgun og "problem solving skills" rétt eins og allar grunnrannsóknir gera. Það er jú hlutverk grunnrannsókna að "challenge underlying assumptions" og því skiptir mismunandi bakgrunnur þátttakenda miklu máli. Ég er búin með 17 viðtöl og á 13 eftir áður en ég held til Íslands þar sem ég verð að vinna að greiningu viðtalanna. Þökk sé nettengingum þa´get ég unnið þetta hvar sem er!

Engin ummæli: