Annars hefur húsið verið fullt af fólki að undanförnu. Björg okkar og Bo og Jóhannes og Haraldur strákarnir þeirra eru búin að vera hjá okkur síðan á fimmtudaginn. Karólína kom heim sama dag, og svo komu Bjarni og Nicole þann dag líka svo hér sváfu 11 manns aðfaranótt föstudagsins. En nóg er plássið og allir höfðu sér herbergi. Karólína fór svo til Íslands á sunnudaginn og byrjaði að vinna á Landakoti í gær. Við Halli förum svo af stað í frí á morgun og lendum á Íslandi á föstudagsmorguninn. Það verður kærkomið "frí"!
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Vá, ég sendi ritgerðina til leiðbeinandans míns í gær. Hún er búin að samþykkja fyrstu tvo kaflana og því fóru kaflar 3-6 í gær. Mér finnst ég vera búin en hún er örugglega ekki sammála mér, ég á eftir að fá þetta í hausinn aftur. Ég kófsvitnaði og hjartslátturinn fór uppúr öllu valdi þegar ég ýtti á "send" takkann í gær því ég er dauðhrædd um að hún verði mjög óhress og hendi vinnu síðustu mánaða út á hafsauga. Það er aldrei að vita hvað henni dettur í hug blessaðri. Ég er tiltölulega sátt við það sem ég hef gert, ég er aldrei ánægð með eigin skrif, en þetta er ekki vont, en við sjáum til. Ég fékk svo tölvupóst í gærkveldi þar sem hún bað mig um að senda ritgerðina í sniglapósti því hún á víst ekki að prenta ritgerðir nemenda út sjálf og hún getur víst ekki lesið á skjá, svo í póst fer hún í dag. Þetta eru 110 bls og þegar allt verður komið á einn stað verður ritgerðin um 250 bls.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli