miðvikudagur, júlí 30, 2008

Hjartans þakkir til allra sem heiðruðu hann Halla minn á fimmtugsafmælinu. Þið voruð yndisleg og hann er enn í skýjunum. Nú líður tíminn ekki nógu hratt fyrir hann þannig að tíminn styttist í flutning heim. Það er að sjálfsögðu ekkert ef, við flytjum heim innan örfárra ára.

Mikið hefur gengið á í fjölskyldunni síðasta mánuðinn. Fimmtugsafmæli Halla var haldið með pompi og prakt og komu 90 manns í óformlega veislu á Lönguklöpp í afar fallegu veðri. Við skemmtum okkur ofsalega vel í faðmi fjölskyldu og vina. Það versta er að það er lítið hægt að tala við alla, það er svona smá spjall hér og þar en gaman var þetta.

Við Halli og Karólína skelltum okkur svo í helgarferð til Noregs. Það sem kom mér mest á óvart í þeirri ferð var hversu mikið ég sakna Noregs. Á því átti ég ekki von.

Nú erum við komin heim á Westwood Court og hversdagurinn tekinn við með vinnu, rútínu og öðru sem tilheyrir. Það er afskaplega notalegt líka. 

Engin ummæli: