Hjartans þakkir til allra sem heiðruðu hann Halla minn á fimmtugsafmælinu. Þið voruð yndisleg og hann er enn í skýjunum. Nú líður tíminn ekki nógu hratt fyrir hann þannig að tíminn styttist í flutning heim. Það er að sjálfsögðu ekkert ef, við flytjum heim innan örfárra ára.
Við Halli og Karólína skelltum okkur svo í helgarferð til Noregs. Það sem kom mér mest á óvart í þeirri ferð var hversu mikið ég sakna Noregs. Á því átti ég ekki von.
Nú erum við komin heim á Westwood Court og hversdagurinn tekinn við með vinnu, rútínu og öðru sem tilheyrir. Það er afskaplega notalegt líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli