laugardagur, ágúst 02, 2008
Það er hljótt í húsinu. Karólína er í Ecuador á þriggja vikna ferðalagi með Ed. Þau fara til Amazon á morgun og svo Galapagos eftir tvær vikur og svo ferðast þau um landið. Kristín er í vinnunni en hún og Adam flytja til New York eftir eina viku. Halli hefur verið á vakt síðan hann kom heim og sefur í sófanum hérna við hliðina á mér. Vaktin var mjög erfið og í viðbót við jet lag þá er hann útkeyrður. Hann ætlaði að fljúga núna seinni partinn en vélin var biluð og engin önnur var á jörðu niðri svo hann sofnaði á sófanum, og sefur enn tveimur tímum seinna. Það hefur verið frekar heitt síðan við komum heim, 30-35 gráður alla dagana og verður svona áfram. Þetta er ekkert voðalegt og mér finnst þetta bara tilheyra sumrinu. Mig er farið að langa í bátsferð og kannski komumst við í eina svoleiðis áður en Halli fer aftur til Íslands eftir tvær vikur. Eða þegar hann kemur aftur til baka og áður en við förum til New York. Hver veit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli