Annars er óskaveður úti. Það er ekki skýhnoðra að já, enginn raki, 11 stiga hiti núna klukkan 8:30 að morgni, og seinna í dag fer í 30 stig. Gerist ekki öllu betra á þessum tíma árs. Framundan er Labor Weekend, n.k. verslunarmannahelgi án hátíðahalda. Við förum til Minneapolis á morgun í veislu, gistum á Lake Minnetonka aðfaranótt sunnudagsins, og njótum svo bátalífs á sunnudaginn með vinum. Frí á mánudaginn og svo byrja skólarnir og þá finnst mér haustið fara að banka.
föstudagur, ágúst 29, 2008
Mikið óskaplega var ræða Obama í gærkveldi flott. Ég á ekki til orð. Hann er mikill ræðumaður og það var svo margt gott í ræðunni. Hann var ekki bara að segja flott og innihaldslítil orð heldur sagði hann í smáatriðum frá áætlunum og hvernig hann ætlar sér að fjármagna þær. Ég var alveg heilluð. Mér fannst reyndar Hillary vera rosalega góð í fyrrakvöld og þau eru bæði góðir kostir í forsetann, en það er víst bara einn forseti í einu, allavega í þessu landi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli