laugardagur, ágúst 09, 2008
Kristín og Adam fluttu til New York í morgun. Þau eru keyrandi og það tekur þau um 20 tíma að ná áfangastað. Þau ætla að gista í Cleveland Ohio í nótt en þangað eru um 13 tímar og því verður morgundagurinn tiltölulega léttur. Karólína hefur það gott í Ecuador. Hún er komin til baka frá Amazon þar sem hún fór í langar gönguferðið mað leiðsögn. Fyrst að degi til og svo að kvöldi til að sjá allar pöddurnar sem koma út á nóttunni. Ég hlakka til að heyra allt um ferðina og sjá myndirnar. Þar sá hún tarantúlur á vappi og fannst það nú svona heldur óhugnanlegt. Þau fljúga svo til Galapagos í fyrramálið en gista svo á bát og fara frá eyju til eyju. Þetta verður æðislegt þegar hún er komin heim en hænumamman í mér er óróleg. Við mæðgunrar hittumst svo á flugvellinum í Minneapolis þegar ég kem frá Íslandi og hún frá Ecuador. Þá verður mín kona heima í tvo daga áður en haldið verður til Duke og þriðja árið þar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli