þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Ég var með kynningu á niðurstöðum úr verkefninu á Mayo sem ég hef verið að vinna að. Það gekk alveg ljómandi vel og nú er verið að undirbúa næstu kynningu sem verður 2. október. Það er fyrir stærri hóp en ég hafði í morgun.

Ég sit annars við að laga til Ritgerðina einu og sönnu. Eftir eins og hálfs mánaðar bið eftir ritgerðinni frá leiðbeinandanum mínum þá beið hún eftir mér þegar ég kom frá Íslandi í síðustu viku. Leiðbeinandinn getur bara unnið á prentað mál, ekkert tölvuvesen fyrir hana, og því þarf að senda ritgerðina fram og til baka. Ég hélt að þetta yrði miklu verra, það er þó nokkur vinna eftir en ekkert stórkostlegt að ég held.

Kannski ég klári þetta einhverntíma!

Engin ummæli: