sunnudagur, ágúst 24, 2008

Þá erum við Halli orðin ein í kotinu eina ferðina enn. Karólína er komin frá Ecuador og farin til Durham í skólann og Kristín og Adam flutt til New York. Það verður eitthvað um heimsóknir til okkar í haust en alls ekki nóg, við viljum gjarnan fá mikið af heimsóknum. Okkur finnst það ekki leiðinlegt. Við hjónin notuðum helgina til að róa okkur niður eftir annasamar vikur og fórum í ræktina saman í dag og í gær fór ég í ræktina og æfði í rúma tvo tíma og fór svo á sundlaugarbarm á eftir í klukkutíma. Halli fór út að hlaupa og svo í flugtíma seinnipartinn í fegurðinni sem hér er. Við vöknuðum náttúrulega klukkan 2:45 í morgun til þess að horfa á leikinn eina og sanna og það voru blendnar tilfinningar sem fylgdu úrslitunum. Mikið vill meira og að sjálfsögðu var sigur það eina sem kom til greina en þeir voru aldrei inní leiknum, Frakkarnir voru svo miklu betri í dag, en silfrið er ótrúlega góður árangur og ekkert nema gott um það að segja. Svona árangur skerpir all verulega á þjóðarstoltinu, það er svo miklu skemmtilega að vera Íslendingur þegar handboltalandsliðið fær silfur en Bandaríkjamaður þegar Michael Phelps vinnur átta gull, landslið kvenna í fótbolta vinnur gull, átta manna róðrarbáturinnn vinnur gull....

Engin ummæli: