mánudagur, september 01, 2008

Mér finnst það móðgun við gáfur kvenna að McCain skuli velja Söru Palin sem var varaforsetaefni sitt, eingöngu vegna þess að hún er kona. Að halda það við kjósum konur eingöngu vegna kyns en ekki vegna hæfileika, reynslu og/eða skoðana er ákaflega sorglegur vitnisburður um skilning McCain á konum. Palin hefur tveggja ára reynslu í stjórnmálum, jamm, tveggja ára reynslu! Hann er 72 ára gamall og sýnir aldur sinn oftar og greinilegar en hann gerði fyrr í sumar. Ef hann verður kosinn forseti og eitthvað kemur fyrir hann í starfi þá tekur við af honum kona sem hefur tveggja ára reynslu af því að stjórna einu af fámennustu fylkjum landsins og á þá að stjórna stærsta efnahagskerfi heimsins. Það er ekki góðs viti. Kannski ekki eins slæmt og Bush, en gott er það ekki. Það er ekki mjög gott að gera mistök í svona starfi. Það lítur út fyrir að hún hafi gert ágæta hluti þarna í Alaska en hún hefur verið í pólitísku stjórnunarstarfi í tvö ár. McCain hafði úr fjölda kvenna að velja sem hafa langa reynslu af stjórnmálum en nei, hann valdi þá fallegustu sem hann fann! Sorrí, afskaplega lítið trausvekjandi.

Engin ummæli: