Þá er búið að finna innbrotsþjófana. Við fréttum af þessu á föstudaginn en hér er fréttin í
Mogganum Þau höfðu sturtað fötum niður í klósettið og svo haldið áfram að nota það þangað til úrgangurinn flæddi uppúr og afleiðingin varð sú að gólfin í húsinu eru ónýt. Það á svo eftir að sjá hversu auðvelt verður að ná lyktinni úr húsinu.
Þetta er svo sorglegt. "Lönguklapparlyktin" sem er af öllu þarna inni var hlý lykt sem var blanda af furu, sítrónu og lavender. Lykt sem verið hefur í húsinu frá upphafi og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem inn eftir langa fjarveru er að draga djúpt að mér andann.
Hvernig verður að koma þangað aftur?
4 ummæli:
Ég er alveg bit. Veit ekki hvað ætti að gera við svona bilað fólk. Vonandi verður hægt að laga húsið og koma því í fyrra horf þó tilfinningin verði líklega aldrei söm.
Kv.
Stjáni
Þakka þér fyrir Stjáni minn. Við erum náttúrulega alveg í rusli yfir þessu. Fólkið er að sjálfsögðu ekki borgunarmenn fyrir skemmdunum, en við erum tryggð. En það er bara ekki málið, mér finnst ekki að tryggingafélagið eigi að borga fyrir svona skemmdir. Þetta eru Litháar sem hafa ekkert unnið hér síðan þau komu fyrir hálfi ári síðan.
Ferlegt að heyra þetta. Um daginn kom til okkar maður frá Securitas og skoðaði húsið og gerði okkur síðan tilboð í þjófavarnarkerfi. Greinilega ekki vanþörf á miðað við ykkar reynslu!
Æi, þetta er hábölvað. Ég finn fyrir svo mikilli vanmáttarkennd að geta ekkert gert. Parið er bak við lás og slá, svo koma þau útí samfélagið á föstudaginn og halda áfram fyrri iðju. K
Skrifa ummæli