laugardagur, september 13, 2008
Ég fer til hennar Karólínu minnar á föstudaginn. Ég verð fram á sunnudagskvöld. Pabbi hennar er á vakt þess helgi svo við verðum tvær mæðgurnar á vappi. Ég er komin með all verulega þörf á að komast í burtu svo þetta verður hið besta mál. Ég kemst ekki til Íslands fyrr en eftir vörn, hvenær sem hún verður nú, og einu ferðalögin sem ég leyfi mér fram að þeim tíma eru til barnanna. Ég ætla að reyna að fara til New York um miðjan október þegar kall minn verður á Spáni og svo förum við hjónin þangað um miðjan nóvember svo eitthvað verður nú af ferðalögum þótt ég vildi nú gjarnan hafa þau fleiri. Ég get bara ekki rótað of mikið til í rútínunni því þá verður mér ekki eins mikið úr verki. Það gengur nú víst ekki núna þegar endaspretturinn er hafinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli