Það sem ég get velt mér uppúr þessu öllu saman! Það er reyndar svolítið gaman að hugsa um þennan blessaða líkama og komast að því hvernig minn, þessi eini sem ég á, vinnur. Hvað það er sem lætur mér líða vel, eða illa, og hvað ég get boðið honum án þess að skaða hann. Það er reyndar með ólíkindum hvað margar rannsóknir eru túlkaðar undarlega þegar kemur að svona mælingum. Það var t.d. mælt hlutfall mjaðma og mittis. Skv. rannóknum þá gefur þetta hlutfall hugmynd um hvort ég sé í áhættuhópi fyrir hjartasjúkdóma og sykursýki. Því hærra tölugildi þvi meiri áhætta. Þar sem ég hef engar mjaðmir og afar lítið mitti þá er þetta hlutfall hátt, eða 0.8, ég er sumsé næstum því bein í langinu! Þá er ég víst í áhættuhópi vegna þess að ég hef svo mikla magafitu. En.....ég hef enga magafitu! Ég er bara ekki laginu eins og rannsóknin gerði ráð fyrir. Aumingja konan sem mældi mig hafði ekki mikinn áhuga á að taka þessa umræðu með mér. Ég held ég hafi verið aðeins of ágeng í spurningunum mínum.
OOOPS! ekki í fyrsta sinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli