Svo fóru kuldaskil yfir í nótt og í dag voru ekki nema ein 18 stig og það er nú alveg viðráðanlegt. Ég tók mig því til og bakaði rúgbrauð í fyrsta sinn þetta haustið. Ég elda og baka sumsé sem minnst hérna innanhúss þegar heitt er því nóg er nú heitt samt hér í eldhúsinu hjá mér þótt fari ekki að bæta við hitanum frá eldavél og ofni. Svo verður alvöru brauðbakstur á morgun ef öll plön ganga eftir. Gróft og gott heimabakað brauð. Mmmmmm. Ég hlakka til að fá lyktina í húsið.
laugardagur, september 27, 2008
Það var óskaplega heitt í gær. Það fór yfir 30 gráður, og það er of mikið í lok september. Ég slökkti nefnilega á loftkælingunni fyrir tveimur vikum síðan og ætla mér ekki að kveikja á henni aftur fyrr en næsta vor. Það hefur ekki komið kaldur dagur enn sem komið er þetta haustið. Ég var því óþolinmóð og gerði kjötsúpu í gær. Nokkuð sem ég geri ekki nema það sé frekar kalt og hráslagalegt úti. Mig langaði bara svo voðaleg í góða kjötsúpu. Og svo var annar í kjötsúpu í dag, þriðji á morgun. Hið allra besta mál. Ekki get ég sagt að þetta hafi verið íslensk kjötsúpa því ekkert íslenskt var í henni. En hefðin og uppskriftin er íslensk. Lambakjöt soðið í marga tíma, ferskur laukur, gulrætur, kartöflur, rófur, cellerí og hvítkál, og svo smá lambakraftur. Ég átti ekki meira en þetta var alveg nóg. Súpan var himnesk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli