Mayo Clinic opnaði heilsurækt fyrir starfsmenn sína fyrir ári síðan. Þetta er rækt af allra flottustu gerð, kostar okkur $25 á mann á mánuði, en lækkar í $20 ef við förum að meðaltali þrisvar í viku, og í $15 ef við förum að meðaltali fjórum sinnum í viku. Þetta er reiknað yfir þriggja mánaða tímabil.
Þar kostar ekkert að hafa einkaþjálfara, ekkert fyrir jóga og pílates, eða alla aðra sprikkl bekki sem þeir bjóða uppá. Það kostar ekkert að fara í mat á líkamsástandi, mat sem tekur hátt í tvo klukkutíma að gera. Tvær fínar sundlaugar, heitir pottar, gufuböð, "afslöppunar stólar," hlaupabretti og öll önnur þol þjálfunar tæki sem hægt er að hugsa sér, svo og fleiri lyftingatæki en komist er yfir. Veitingastaður, banki og barnapössun.
Þetta er ótrúlega flott en það er erfitt að skipta um Rækt. Þetta er eins og að skipta um vinnustað, það þarf að læra allt uppá nýtt, og ég er svo ótrúlega vanaföst að svona breytingar eru stórhættulegar. Ég bara get ekki hugsað mér að fækka ferðum mínum í Ræktina og því ætlum við að vera meðlimir í gömlu Ræktinni eitthvað lengur á meðan ég er að venjast þessari nýju. Ég þarf að vera alveg viss að mér líki staðurinn áður en ég gef frá mér þennan gamla.
Það er stundum erfitt að vera vanaföst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli