Nú er ég búin að fara í nýju Ræktina tvisvar. Í gær var ég í tvo klukkutíma, einn í þoli og einn í pilates og það var alveg æðislegt. Gat ekki verið betra. Í dag var ég nú bara í einn tíma. Halli var með mér í dag og þar sem hann er með disk í bakinu sem tók uppá þeim óskunda að renna til hliðar og þrýsta á taug þá er hann svo sem ekki til stórræðanna. Hann finnur reyndar ekki til þegar hann hleypur og lítið þegar hann lyftir en hann sefur afar illa og er því ósköp þreyttur. Hann var á vakt um helgina og er því ekki alveg uppá 10. Hann er samt hetja eins og fyrri daginn, kvartar aldrei, gerir allt sem þarf og meira til og vinnur mikið. Hann gat því ekki verið meira en í klukkutíma í Ræktinni en það var voðalega gott að hreyfa sig smá. Ég á enn eftir að reka mig á eitthvað sem mér ekki líkar, ekki það að ég sé að leita, en þetta er svo fínt allt saman að ég er alveg bit.
Ég er að byrja fyrstu skrefin í nýrri rútínu.
Þetta kemur allt saman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli