fimmtudagur, september 18, 2008

Það var brotist inn á Lönguklöppina okkar. Líklegast í síðustu viku. Þetta var mjög einkennilegt því þetta var ekki innbrot þar sem ætlunin var að stela eða eyðileggja. Einhverjir höfðu brotið glugga í innri hurðinni og komið sér fyrir í stofunni. Drukkið allt vín (það var lítið til eftir afmælið), keypt sér fullt af mat sem geymdur var í ísskápnum, ælt í sófann, og jafnvel eitthvað meira, og svo stíflað niðurfallið á baðinu. Það er það versta því gólfið í forstofunni, svefnherberginu, og hluta stofunnar er ónýtt. Ekki hafði verið farið inní svefnherbergin. Löggunni finnst þetta hið undarlegasta mál.

Það verður erfitt að vera ein á Lönguklöpp næst þegar þess er þörf.

Ég var svo reið í gærkveldi að ég átti í mestu vandræðum með að sofna, ég hreinlega nötraði og skalf af reiði. Ég get svo sem alveg þakkað fyrir að ekki fór verr, en ég bara get það ekki. Þetta var alveg nógu slæmt fyrir mig.

Ég skil ekki það fólk sem gerir svona. 

1 ummæli:

ærir sagði...

ja hérna. Er alveg bit.