Það var mikið sem gekk á í gær. Ekki bara í fjármálaheiminum heldur allsstaðar í kringum okkur. Veitingastaðnum sem Bjarni hefur unnið á í fjögur ár var lokað, bara svona uppúr þurru. Það var allt slökkt þegar kokkarnir kom til vinnu í gær. Hann var í skólanum og fékk símtal frá samstarfsmönnum. Vinir okkar eru að skilja, og svo annað smávægilegt eins og tognanir, veikindi, og annað þar fram eftir götunum. Allt kom þetta uppá yfirborðið í gær.
Við Halli siglum þetta á okkar tiltölulega ligna sjó meðan aðrir berjast í stórsjó lífsins... sjö-níu-þrettán.
Það er eins gott að passa uppá sitt og sína, alla daga, allan daginn.
Það kemur ekkert af sjálfu sér.
4 ummæli:
Vá, ekkert smá skrítið að loka bara si svona, án þess að búið sé að ræða við starfsmennina fyrst. Vonandi dettur hann niður á eitthvað annað spennandi sem fyrst.
Og já það er víst óhætt að segja að lífið sé "ups and downs" (hehe, gróft þegar sú á Íslandi er farin að sletta enskunni á meðan sú í Ameríkunni talar alltaf fullkomna íslensku...). Um að gera að vera ánægður með það sem maður hefur og kunna að meta það þegar allt gengur vel.
Viðskiptageirinn er miskunnarlaus og þar er veitingahúsageirinn fremstur í flokki. Það er ótrúlega andstyggilegur heimur. Starfsfólk vinnur bara þegar eitthvað er að gera og er launalaust ef það er sent heim. Ekkert fjögurra klukkutíma útkall þar. Stundum vinna þau í klukkutíma þrisvar á dag og stundum ekkert. Fegin er ég að Bjarni er að koma sér útúr þessu. Mér finnst þetta mannskemmandi umhverfi.
Já, þetta er harður heimur - bestu kveðjur til Bjarna. Fékk kommentið á bloggið ásamt t-póstinum og þakka vel. Ég og mín ektafrú erum að spá í norðurferð til Minnisóta. Nánari upplýsingar á næstunni. Annars bestu baráttukveðjur til allra þarna uppfrá. Er kominn vetur í the People's Republic of Minnesota?
Takk fyrir kveðjur úr suðurríkinu Æóva. Við verðum á faraldsfæti næstu þrjár helgar en svo erum við bara hér í rólegheitunum.
Skrifa ummæli